þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Þórunn Væna Harðardóttir.

þegar gamlir karlar hringja hérna uppá safn og mása og hnussa og hugsa milli orða í töluvert langan tíma, þegja meira en góðu hófu gegnir og spurja svo eitthvað ótrúlega áhugavert, dusta ég rykið af "vera-góð-við-gamla-menn" frontinum og er mjög þolinmóð og áhugasöm í símann.
svo yfirleitt í lok símtalsins, sem endar yfirleitt á því að ég segi þeim að fara á netið og sörfa, segja þeir oft "vænan", "vinan" eða "góða".
þetta þykir mér mjög skemmtilegt. ég er næstum því kannski að spá í að skrifa það niður hversu oft ég fæ "vænu", "vinu" eða "góðu" viðurnefni og svo bara taka þetta upp sem seinna nafn.

Engin ummæli: