nei það var sko enginn sem sagði mér það að æfing fyrir tónleika sinfóníuhljómsveit unga fólksins væri klukkan sex. ákvað hins vegar eftir nokkur vel valin símtöl í hina ýmsu aðila...
"nei hann Gunnsteinn er ekki heima, hann er á æfingu"
"neineinei, Svafa er að spila á tónleikum"
"biiiib-biiiib-biiiiib" (gróa svaraði ekki í símann)
... að skokka út í neskirkju og tsjekka á málunum. kom rétt svo tímanlega til að fá rjúkandi heita og góða pizzu og kalt kók. sniðug hún tóta.
en GUÐ MINN GÓÐUR þið getið ekki ímyndað ykkur hvað gerðist næst. ég fór nefnilega upp aftur til að setja á mig maskara.
!!!
nei nei, ég geri það nú stundum, það er ekkert merkilegt, en þegar ég er að labba þarna fram sé ég brúnan pappakassa fullan af svona óskilamunum og dóti. ég fæ nottla tremma og fer strax að leita, því FYRIR ÞREMUR árum síðan týndi ég sjali í neskirkju. og það var bara ekki eitthvað sjal, það var SJALIÐ sem hún mamma mín heklað á mig úr vínrauðu garni. og ekki bara eitthvað garn. heldur garn sem eitt sinn var peysa á mjög ljótan og leiðinlegan mann sem á sér það eitt til góðs að vera faðir bróður míns. en allavega, þetta sjal var mér afar kært og grét ég sáran þegar það týndist hér forum daga. og þrátt fyrir að hafa leitað myrkranna á milli, hér forðum daga, stóðst ég ekki mátið að kafa ofan í þennan brúna pappakassa sem stóð á gólfinu.
en ég fann ekkert.
með tárin í augunum fór ég fram á gang þar sem spegillinn er og hóf að lita augnhárin mín svört með þar til gerðum bursta. þeir sem hafa speglað sig í þessum svonefnda "presta-spegil" í neskirkju vita líka af því að að á hægri hönd er fatahengi með hillu. og mér varð litið (gleraugnalaus og á hlið) á þessa hillu, eða öllu heldur á það sem Lafði niður af hillunni.
SJALIÐ MITT!!
kátari hefur tóta ekki verið í mörg ár (þrjú ár nánar tiltekið) og stökk hún hæðir sínar í hamingjunni. hér sannaðist með skýrum hætti að það er EINHVER uppi á efstu hæð sem heldur að hann sé alfeg VOÐALEGA fyndinn að fela hlutina manns og púsla svo saman skrýtnum atburðum og lætur mann "tilviljunarkennt" rata réttu leiðina eftir að hafa plantað vísbendingum hér og þar.
en mérer sama, ég er svo ánægð að hafa loksins loksins fundið sjalið mitt. enda tek ég það ekki af mér, þó það sé svona égerbúinaðliggjauppáhilluíþrjúár lykt af því.
húrra húrra :)
en jújú tónleikarnir gengu og vel og það var bara gaman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli