miðvikudagur, október 27, 2004

tímasetninga lesblinda

sumir eru með lesblindu og alskonar svoleiðis. sumir geta ekki lesið stærðfræði, eða tölur og svona og sumir eru meira að segja litblindir og sjá ekki rétta liti á réttum stað.
ég er með svona tíma-lesblindu. að eigin sögn. ég man ALDREI tímasetningar (þó ég skrifi þær niður) og ég er sífellt að ruglast á tímum sem eru "hálf" eitthvað.
tökum sem dæmi tíma sem er klukkan 14:30.
fyrir venjulegt fólk er þetta hálf þrjú.
fyrir mér er þetta hálftími yfir tvö, sem svo getur ruglast yfir í hálftíma Fyrir tvö, eða þá hálftíma yfir fjögur af því að stundum notar heilinn á mér sjónminni og tölustafurinn fjórir kemur fyrir í 14.
svo er lítil rödd aftast í heilanum á mér sem öskrar "hálf þrjú heimskinginn þinn - HÁLF ÞRJÚÚÚÚ!" og þá fer ég að ruglast með þrjá. hálf þrjú, eða kannski hálftíma fyrir þrjá?
eins og gefur að skilja er þetta mjög kvimleitt og leiðinlegt vandamál. tala nú ekki um þegar nágrannaþjóðirnar fara að breyta yfir í sumar og vetrartíma. þó það hafi nú ekki áhrif á mig, svona beint. þá finnst mér mjög erfitt að vita af þessu og stundum er ég mjög ráðvilt.

burg

svo er núna blogger að segja mér að klukkan sé 1. 09 þegar ég veit að hún er 12.16. þetta er nú skrýtið. en ég er nú niðri í tónlistarskóla svo það hlýtur einhver að láta mig vita þegar tíminn minn byrjar.

Engin ummæli: