í gær og í dag
ég var veik heima í gær. með hita og óráði. beinverki og annaðhvort geðveikt svöng eða svo flökurt að ég gat ekki hugsað um mat án þess að kúgast. það kallar maður nú óráð í lagi.
eða í ólagi?
allavega þá hristi ég slenið af mér með dæet kók og haribó hlaupi og er mætt til vinnu fersk eins og nýkreistur kjúklingur. reyndar hafði ég ekki þrek til að vakna fyrr en um ellefu leytið og tók því bara hálfan dag á þetta.
klikkaði nú samt ekki á böddípömmpi í hádeginu sem er að verða blífast í skedúalinu mínu. mamman klikkaði hins vegar og kenndi kvenlegum þroskaferli sínum um slappleika og kranklegheit.
aftur á móti hitti ég kunningjakonu mína (svo ég hljómi nú alfeg eins og ammagamla) sem var hress og kát og ljóshærð sem endranær. en þetta var hún sóley flautuleikari.
dúndur og dauði. annars er mér mjööööög illt í vinstra lærinu og sé fram á að komst ekki upp né niður stiga það sem eftir lifir viku.
*andvarp*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli