ég var búin að gleyma hvað mér finnst ógeðslega gaman að grúska í svona html-dóti. eða hvað það nú heitir allt saman. fyrir hina ómeðvituðu, þá er það dótið sem stendur inní "template"-inu á blogginu. þar sem maður setur linkanaog það... æj duh.
svo er ég nærri því að verða of sein á Barrokk-Bands æfingu sem á að byrja 17:30. veit ekki alfeg hvernig þetta á eftir að verða allt saman, en við fáum víst subbulegan mat á kostnað tónlistarskólans fyrir vikið. svona er að hafa aðstoðarskólastjórann í bandinu.
soldið vond lykt af því máli finnst mér nú samt. hversu oft hefði ekki óliver kammó viljað gefa okkur druslunum subbumat á æfingum til að halda öllum kátum? sú sveit er nú búin að rúlla í yfir 10 ár og aldrei fengið eitt né neitt nema það sem hún vann sér inn.
oft á blóðugan máta.
en í annað.
ég er semsagt næstum því að verða of sein á æfingu (klukkan tifar) vegna þess að ég er í mesta sakleysi mínu að fremja illúðlegt glæpaverk með því að rippa tannháser-diskinn semég fékk lánaðann á bókasafni hafnarfjarðar. oj hvað ég á eftir að fá vond samviskubit. er ekki búin að fara á bókasafnið í mörg ár, kem svo og fæ lánaðan disk bara til þess eins að kópera hann inná tölvuna í vinnunni! svona myndu þverflautuleikarar aldrei gera.
og þó.
þverflautuleikarar geta sko aldeilis komið manni á óvart, svo ég segi ekki meir.
svo ég segi als ekki meir.*
en til að fyrirsögnin sé ekki útúr kú, þá verðég nú bara að benda fólki á hversu falleg blogg-síða Tinnu er orðin :) enjoy
*fyrr en soldið seinna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli