nám er Böl, borðum söl
á síðustu árum. aðallega bara síðast ár samt, frá því í september hef ég átt erfitt. mjög erfitt.
nú er ég ekki að tala um elskulegan unnusta minn sem gekk með mér í heillavænlegt samband á svipuðum tíma, heldur þá fáránlegu staðreynd að ég er góð (lesist: ekki léleg, annars segir fólk ég sé montrass) í tvemur hlutum.
og af því að ég er svo sniðug (lesist: vitlaus og hrædd við að taka ákvarðanir sem virkilega hafa áhrif) ákvað ég að vera í námi í þessum tvemur hlutum.... já gott fólk... Á SAMA TÍMA.
þessu má líkja við það að læra lögfræði OG stærðfræði á sama tíma, æfa sund OG frjálsar á sama tíma, eða tala í símann OG elda. allt á sama tíma.
gefur auga leið að þetta er mjög erfitt í samsetningu, framkvæmd og tími/rúm stangast yfirleitt á hvorn við annan ef ekki hvort tveggja sé. jájá.
ef einhver heldur að þessi póstur fari eitthvað, eða býst við niðurstöðu, skal sá hinn sama hætta að lesa. mæli með bakkamon leiknum hér til vinstri.
ég var bara að fatta svo skemmtilega myndlíkingu, sem smellpassar við báða hlutina eins og .... jah... grá flíspeysa við ullarhúfu.
hlutirnir mínir tveir eru eins og sumir hafa kannski gert sér grein fyrir... söngur og víóluleikur. myndlíkingin er að kúka og svo að skeina sér.
hið fyrra er eðlileg framkvæmd líkamans sem allir gera með einu eða öðru móti. það er yfirleitt ótrúlega auðvelt og alla stóra galla er hægt að tækla með því einu að slaka á öllum vöðvum og anda djúpt að sér. góð líkamsstaða er líka til bóta. margt er auðvitað efiðara/flóknara en annað, en allt virðist þetta þó skila sér með tíma og þrautsegju. iðnin á sér sterkar rætur í bókmenntaheiminum, þó kannski fræðingum finnist það ekki alltaf dýr pappír.
talandi um pappír.
hið seinna er það flókið að maður þarf að fá einhvern til að gera það fyrir mann fyrstu árin. það er erfitt og leiðinlegt. það er ekki hægt að drífa það af, vegna þess að maður verður að vanda sig. líkamsstaðan skiptir þarna meginmáli og maður er í rauninni alla ævi að þróa og betrumbæta tæknina sína. kunnátta og handbragð á hinum ýmsustu hjálpartækjum er ekki bara æskileg, heldur beinlínis nauðsynleg. það er vond lykt af því og þetta er skítavinna (bókstaflega). en fyrir heildina er þetta eitt af mikilvægustu athöfnunum sem þú gerir. það veitir manni ekki neina sérstaklega ánægju meðan á því stendur, en seinna meir er maður sjálfum sér mjög þakklátur. sem og fólk sem maður umgengst.
en þrátt fyrir þessa hjálplegu myndlíkingu er ég engu nær því innst inni þykir mér það vænt um báða hlutina að ég held ég gæti aldrei án annars verið. svo er kannski einn afleiðing af öðru ef maður einblínir ennþá myndlíkinguna...
æj fokk í raun hjálpaði hún mér ekki rassgat. meira kaffi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli