blogg um geitung
áðan flaug geitungur inn um gluggann hjá okkur jónisæta á skrifstofunni og hann öskraði eins og lítið stúlkubarn. tóta hugdjarfa lét sér þó fátt um finnast og náði með (svo aðsegja) einni handsveiflu að veiða litla skinnið í glerglas. svo stóð glasið bara á borðinu hjá mér í smá stund. öfugt nottla svo hann kæmist ekki út, geitungurinn. jónsæti hélt áfram að ýla uppi á skrifstofustólnum og þá datt mér það snjallræði í hug, hvort ekki væri hægt að þjálfa svona geitung sem gæludýr. eða öllu heldur árásardýr. hehehe.
geitungar eru litlir og þægilegir í meðförum. maður gæti geymt þá í vasanum bara, eða á öxlinni ef maður væri nú að labba í skuggalegu hverfi svo allir myndu sjá. þeir eru mjög matgrannir, einn sykurmoli myndi t.d. duga. Alltaf. svo menga þeir ekki neitt og eru ekki í neinu stéttarfélagi heldur, svo maður gæti komið geðveikt illa fram við þá. þeir kunna ekki heldur að lesa. hohoho.
en svo var mér litið niður á pilsið mitt og það er brúnt, svo ég henti honum útum gluggann. ég er sko ekki týpan í vera með lífvörð sem ekki bekenar við fötin mín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli