föstudagur, mars 05, 2004

Ess-Á
ég ákvað að vera með í S.Á. þetta skiptið, aðallega af því að þeir eru að spila Beethoven 5 (read it and weep, Baldur Páll), einhvern hommalegan ballet forleik sem heitir Prometheus og svo píanókonsert nr. 3. éger búin að mæta á eina æfingu, skrópaði meira segja hjá herra hári til að komast og það var stórkostleg æfing. Tryggvi Baldvinsson er að stjórna og hann er bara mjög góður, jájá. en veðrið var aftur á móti svo afspyrnuslæmt að manni var á tímabili hætt að standa á sama þarna í seltjarnarneskirkju, það brakaði og brast í öllu. soldið töff samt, sérstaklega þegar maður er að spila fyrsta kaflanum af fimmunni (eins og við prófessjónal fólkið köllum beethoven nr. 5). en pojntið með þessu öllu var að segja frá því að núna er ég að hlusta á upptöku af verkinu með hinni ágætu "New Philharmonia Orchestra" og herra Otto Klemperer er að veifa priki. en þetta ágæta fólk spilar þetta svo hægt að maður missir liggur við áhugann á milli takta.
bara svona að taka það fram að S.Á. er ekkert endilega alltaf að spila undir tempói...

Engin ummæli: