starfsmannaferð Þjóðskjalasafns Íslands...
haustið 2003 var algjör snilld. fórum af stað um kl. 10, eða það var manni sagt. rútuhelvítið kom nú ekki að ná í okkur Benedikt fyrr en klukkan var farin að ganga 12... ég hefði vel getað mætt á Kammersveitaræfingu í svona klukkutíma. ekki það að ég hefði nennt því.... en svo var brunað sem leið liggur út á Reykjanes-skaga, skoðuðum fullt af kirkjum og læti, ég man nú varla neitt hvað neitt hét, enda afspyrnu léleg í að muna hluti. en mega-sagnfræðingurinn Jón Böðvarsson var leiðsögumaður og talaði svo mikið að í rauninni fór hann allan hringinn og sagði ekki neitt (en ég var reyndar líka alltaf að sofna).
en við fórum í njarðvíkurnar ytri og inni, keflavík og sandgerði. pissuðum í leifsstöð og drukkum heilan helling af brennivíni. fengum rækjusamlokur. Jón borðar ekki rækjur svo ég át hans samloku. svo drekkur hann ekki brennivín svo ég drakk hans brennivín líka. ekki furða að mér hafi fundist gaman, ha?
við fengum svo kaffi heima hjá Sigrúnu Sigurgests og ég fann gítar inní einhverju herberginu, snilld! reyndar fattaði ég svo að ég kann engin lög á gítar svo ég spilaði eiginlega ekki neitt, tók nú samt nokkur "Ræ-ræ-ræ" lög og var hress. kaffi er gott, jájájá.
talandi um rok (uh...) þá fórum við líka að Gróttu og það var svo mikið rok að ég náði næstum því ekki að standa í lappirnar. mánuður í viðbót hjá Báru og ég hefði verið í vondum málum. svo var æðislegt brim og sjó-fruss á okkur frá öllum áttum, maður var allur í saltbragði lengi á eftir. híhí. Hrafn fékk meira að segja á sig stóra, blauta frussu og rennblotnaði. þá hló ég, enda er ég kvikyndi.
en herlegheitin ógurlegu enduðu svo í Geggjaðri grillveislu í skátaskálanum við Hvaleyrarvatn. ég gat nottla ekki setið á mér og hringdi í eyfa um leið og hægt var. við eigum nú nokkrar gæðastundirnar við þann pollinn, svo ég segi nú ekki meira. reyndar varð ég batterí laus, enda ekkert grín að vera að hringja svona til útlanda í brjáluðu roki. en maturinn var hryllilega góður og sósan eitt það besta sem ég hef á ævi minni oní mig látið. og ekki var rauðvínið verra :)
eftir grilleríið við hvaleyrarvatn bauð ég þeim sem boðnir vildu vera heim til mín í afganginn af saumaklúbbskökunum hennar mömmu. það var ótrúelga gaman, spilaði þungarokk fyrir strákana mína þá Jón, Hrafn og Pétur langt fram á kvöld og fór meira að segja með þá aðeins á A. Hansen. svona uppá húmorinn. það var nottla hræðilegasta stemming í heimi eins og oft vill vera á laugardagskvöldum og pétur fékk mjög vont kaffi.
en vóóóóó hvað var gaman. *andvarp*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli