miðvikudagur, september 10, 2003

*snökt snökt*
í gær fór ég í þvílíkt góðan leikfimistíma hjá henni Báru í JSB. kellingarleikfimin víðsfræga. ég svitnaði svo mikið að ég þurfti eiginlega að synda út. svona næstum því. en það sem var soldið sorglegt að þegar ég var að lyfta einhverju priki fór ég að hugsa (eins og maðurinn í 10-11 auglýsingunni hér forðum daga), og það sem ég hugsaði var ekkvað á þessa leið:
"oh hvað mig langar í bjór.... mmmm, bara ef þessi sviti væri bjór.... hey er ekki þriðjudagurinn 9. september? "
af því þetta var í gær sko. svo hélt ég áfram í smástund og fór aftur að hugsa:
"á eftir þriðjudegi kemur miðvikudagur og síðan er bara kominn fimmtudagurinn 11. september..."
svo leið þónokkur tími þar til ég fór að hugsa aftur. þá var ég nú reyndar hætt að lyfta prikinu.
"svo er eyfi bara að fara 11. september út til London."
þögn.
"þá er fimmtudagur"
þögn.
"eyfi er að fara á fimmtudaginn."
þögn.
"það er ekki á morgun heldur hinn!"
þá öskraði ég einmitt upp yfir mig einhverju miður fallegu orði, datt um dýnuna mína sem er græn, lenti í gólfinu með þvílíkum smell, náði að fella þrjár feitar konur í leiðinni og fékk prikið upp í nefið.
reyndar er þetta ekki alfeg satt allt saman, en tíminn er bara búinn að líða svo hratt að ég er ekkert búin að hafa haft tíma til að hugsa um þetta. enda er ég komin með hjartsláttartruflanir og magaverk.
ég ÞOLI ekki þegar hann fer svona í burtu.
búhúúúúúú!!!! :,(
af hverju er Ísland ekki aðeins meira miðsvæðis? eins og naflinn á manni. hann er miðsvæðis. ég væri geðveikt til í að hafa ísland á sama stað og naflinn er, meðað við að heimurinn sé maginn á manni.
ætli Falklandseyjar séu þá geirvörturnar?

Engin ummæli: