þriðjudagur, september 16, 2003

Graskersfræ
eru bestu fræ í heimi. finnst mér. en ég hef aftur á móti ekki borðað mikið að fræjum í gegnum tíðina, svo það er kannnski ekki alfeg að marka. en ég reyndi samt í morgun (það var reyndar óvart) að borða mandarínufræ og þau eru alls ekki góð. það var hún Guðný Birna sem benti mér á hversu góð þessu fræ eru (graskersfræin, þeas), en hún hafði keypt þau vegna þess hve þau eru góð fyrir blóðflokkinn okkar (!). reyndar eru þessi fræ það góð, að ég er fullviss um að þau séu það allra mest fitandi sem ég hef oní mig látið síðan ég fékk mér subway síðasta laugardag með aukaskammt af mæjónesi, kók með og súkkulaði á eftir yfir mjög sterku kaffi.
ég verð að hætta að éta svona mikið um helgar. úff....

Engin ummæli: