í dag er föstudagur...
... og það er geggjað fjör. ég svaf yfir mig, þannig að ég fór ekki á fætur fyrr en klukkan 10:30. Smart. fór svo í leikfimi með ofurskutlunni Ráðhildi og var yfirheyrð af kellingu í sófanum frammi á gangi hvað ég væri að gera með líf mitt. eru konur alltaf svona forvitnar? ég er til dæmis ekki forvitin (SUMUM til mikils ama) og fattaði t.d. rúmum hálftíma eftir að konan spurði mig spjörunum úr að ég hafði ekkert spurt hana hvað hún væri að gera með sitt líf....
svo fór ég spá hvort það væri dónalegt af mér. en svo nennti ég því ekki. ég er nefnilega löt líka.
púff, ég geng ábiggilega aldrei út, er ekki forvitin og löt í þokkabót! drottinn minn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli