tralla la. komin uppá skjaló í góðum fíling. mikið var gott að losna úr skálholti, ég bara verð að segja það. þótt það hafi nú verið ágætt á köflum og nóg til af kaffi.
en núna er ég bara gjörsamlega að deyja úr hungri. er sko að fara í blóðrannsókn uppá hjartavernd kl. 11 og þarf að vera fastandi á mat og drykk í 10 tíma (!) áður en ég mæti.
þvílíkt bull!
en ég er s.s. vinsælasta tilraunadýrið þessa dagana, fékk sendan einhvern voðalegan spurningarbækling hér um daginn og svo eru þeir búnir að liggja í símanum, sætu strákarnir á hjartavernd til að fá mig í blóðprufu. jamm. en þetta er svona fitubollu-rannsókn, verið að rannsaka fylgni offitu og hjarta og blóðsjúkdóma. og allskonar. sumar spurningarnar voru nú soldið fyndnar samt...
"ég get notið góðrar bókar eða skemmtilegs efnis í útvarpi eða sjónvarpi. (oft, stundum, ekki oft, mjög sjaldan)"
neineinei! offitusjúklingar geta sko als ekki hlustað á útvarp! Ó NEI! og því síður sjónvarp, sá illi hluti djöfulsins!
svo var líka ein spurningin "ég nýt þess sem ég var vön að gera. (ábyggilega eins mikið, ekki alveg eins mikið, aðeins að litlu leyti, varla nokkuð)."
sem ég VAR VÖN að gera? áður en hvað? ég byrjaði að vera feit? áður en ég varð fullvita? áður en ég varð dökkhærð?
ég ætla nú að benda þeim á að þessi spurning sé Frekar Villandi. feitt fólk er ekkert allaf í fýlu. offita er ekki ALLTAF orsök þunglyndis. mér finnst þeir gera ráð fyrir því að öllum sem eru of þungir og feitir, líði illa út af því.
það er bara alls ekki þannig.
en hvað um það... ég þurfti að FASTA í 10 tíma (og er fastandi, enda get ég ekki annað en hugsað um mat og er að sálast úr hungri), svo kannski er þessi rannsókn bara yfirskin, þeir eru í rauninni að Plata feitt fólk til að borða minna. hehe ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli