miðvikudagur, ágúst 20, 2003



jább, það er í lagi að þið ávarpið mig ungfrú kaffihúsadrottning héðan í frá. mér hefur á einstaklega smekklegan hátt tekist að fara á 3 kaffihús á aðeins rétt rúmlega 48 tímum. Geri aðrir betur! fór í fyrradag með Vigni madonnu-dýrðlingi á Kaffibrennsluna og talaði ógeðslega mikið um kvikmyndir (samt veit ég eiginlega ekkert um bíó, veit ekki hvernig mér tókst þetta), fór svo í gær með fyrrnefndum, Hirti Hljómeykis-matsjó og Eyfa geðveiktsætameðhvítantrefil á Café Cozy. þar stóð við kaffivélina eitt stykki sturla og höfðum við gaman af hans atferli sem endranær. strákarnir gerðu bragðsmakkanir á bjór (sem reyndar hefði verið óþarfi, því sami bjórinn var í öllum glösum), við fengum lánaðan kveikjara og náðum að gleðja útlending með útlitinu einu saman (þeas EINN okkar tókst það ;), svo ekki sé minnst á þann gífurlega heiður sem við veittum þessari annars almúgakrá með nærveru okkar.
je-ess.
svo var arkað á HITT hommakaffihúsið í miðbænum (Si Senjóra eða hvað í andsk. það heitir), en þar var hvorki gaman né skemmtilegt þó ónefndur DJ hafi setið við borð með stelpuskjátum, svo við æddum út. þá tókum við uppá því að rölta laugarveginn og ÞAÐ er ekkvað sem ég hvet alla til að gera. je hvað það var gaman. skoða hitt og þetta, hlægja að ljótum fötum, óska sér að eiga ógrynni af peningum, segja sögur af kúka-kerum, leiðbeina fólki hvernig maður kemst á Nasa o. fl. minnir mig alltaf á uppvaxtarár mín með ömmu. við vorum alltaf að krúsa laugaveginn, áttum orðið góða vini á hlemmi og svona (nei). en í þessari fínu og huggulegu laugavegsfeð kom ég því mjög skýrlega til skila hvað mig langaði í jólagjöf. þeir hljóta að geta slegið saman strákarnir.... eitt úr er nú ekki til of mikils mælst :) við ákváðum líka að gerast fjölkvænishópur, en svona þegar ég er búin að "sofa á því" þá finnst mér það ekkert rosalega góð hugmynd.
auðvitað er spennandi að eiga 3 eiginmenn.... en jah.... ekkert persónulegt sko, en...
allavega!
eftir þetta ógurlega bæjarrölt keyrðum við aftur heim í hinn ylhýra hafnarfjörð og vignir og eyfi fengu sér pulsu á Esso-Lækjargötu. ferlega huggulegt allt saman. mig langaði afskaplega mikið í eina, ef ekki tvær og það var vel pláss fyrir þrjár, þó að fjórar hefðu orðið of mikið, en þar sem ég er ofurmjóna þessa daganna, hamdi ég mig. *andvarp*

Engin ummæli: