Húrra hvað var gaman hjá mér á fimmtudaginn!
ég fór á tónleika með Ísafold kammersveitinni í Listasafni Íslands, geggjuð stemming, svo ekki sé meira sagt. svo þekkti maður svo skelfing marga :) hitti elskuelsku Svöfu mína eftir langt og strangt sumar, en við vorum ekki lengi að "ketch-up" og fórum bara strax eftir tónleikana á kaffihús. maður er sko ekki að tvínóna við hlutina. hoho. en með okkur fóru Eyfi minn elskulegi, sem einnig var svo vænn að fylgja mér á þessa fínu tónleika, Tobba ofur-skylmari sem fór með okkur eyfa á Vínbarinn skömmu fyrir tónleikana, stelpa sem heitir Steinunn og er tvíburi (ég smyglaði mér inná tvítugs afmæli hennar og bróður hennar og fékk afslátt af bjór), önnur steinunn sem er píanóleikari og algjörgella, og svo eins stelpa sem ég veit ekki alfeg hvað heitir. kannski sigrún. allaveganna. svo kom hjalti tobbu tæger og skömmu seinna örkuðum við nokkur í party heima hjá Gyðu og Daníel, en Daníel var einmitt stjórnandi ísafoldar og þar var þetta líka heljarinnar party.
ég æltaði nú að stoppa stutt við, en ákvað svo að ílengjast (eftir að hinn Ofur Þolinmóði Eyjólfur hafði beðið mig Kurteislega um að koma heim í næstum því 5 mínútur) og sé ég ALS ekki eftir því. þvílíkt stuð á bænum! jeremías minn.
aðallega var það þó ein manneskja sem gerði þessa nótt að gimsteini sem mun glitra um óravegu eilífðar. eh... já.
en það var ÓGEÐSLEGA GAMAN, og þvílík íbúð! garg-sarg! svalir og dansgólf og ég veit ekki hvað og hvað. ég hitti líka loksins hana Tinnu sætu sem ég hef ekkert sé svo voðalega lengi og Stefaníu víólu mega beib sem LOFAÐI að hafa samband næsta vetur, ÞÓ að hún myndi ekki vilja það. hoh! það var samt leiðinlegt hvað allir voru á leiðinni eitthvert... muuu. Ella Vala og Elfa til þýskalands, stefanía til hollands, tinna til rússlands og matti til frakklands. svo maður minnist nú ekki á villa í noregi og stulla í amríku. og nottla Eyfi í london. ég er nú ekki ennþá orðin sátt við hvernig hann yfirgefur mig alltaf eftir hvert einasta sumar. Hrumpf!
en hvernig verður þetta eiginlega næsta vetur? ég sé fram á að ösla snjóinn upp á miðja kálfa í myrkrinu, bærinn verður svo tómur að borgasjóður ákveður að slökkva á öllum ljósastaurum og hætta að moka göturnar.
guði sé lof fyrir hana svöfu mína að nenna að hanga hér heima á skerinu. *hjúkk*
talandi um útlönd þá lét baldur páll heyra í sér. krúttið a-tarna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli