ég var OFUR-Hommahækja í gær, fór með fjölkvænishópnum mínum (inniheldur ljósálfana Eyfa, Hjört og Vigni) bæði á samtökin og á café cozy. svaðalegt fjör. samtökin voru kannski örlítið svaðalegri, enda leðurhommafélagið allt í heild sinni (svo að segja) á staðnum.
en áður en ég fór út í að þræða homma bari reykjavíkur fór ég í afmælisveislu heima hjá henni ömmu minni. og í enn eitt skiptið rann það upp fyrir mér hve mikið afskaplega á ég sæta og skemmtilega fjölskyldu. Vilborg litla systir er að Farast úr ofvirkni, enda nýbyrjuð í skóla. hún tekur skólatöskuna sína með sér hvert sem hún fer og sýndi mér bæði pennaveskin sín, vatnsflöskuna og sundpokann allavega þrisvar, söng, hló, öskraði og hljóp um húsið með Batman á hælunum. Batman er s.s. Sverrir litli frændi minn sem er bæði sætur og smámæltur og finnst ekkert skemmtilegra en að rífa sig úr sem flestum fötum á sem skemmstum tíma. svo er Batman búningurinn hans með magavöðvum framan á, ekkert smá töff.
Hin LITLA systir mín var ekki aaaaalfeg jafn áhugasöm um nýja skólann sem hún var að byrja í, og var eiginlega sofandi vel framan af matarboðinu og talaði svo illa um skipulag skólans hinn helminginn.
svona næstum.
svo sagði afi krummafótsbrandara og sigrún brandara um meyjarhaft í kaþólskri stelpu, amma komst næstum því á ættfræðings-skrið þegar við fórum að tala um ekkvað fólk útí bæ og svei mér þá ef að Kiddi frændi skutlaði bara ekki frá sér nokkrum góðum skotum, aldrei þessu vant :) þetta var allt saman ákaflega hressilegt og ekki minnkuðu hressilegheitin þegar Eyfi og Vignir komu askvaðandi og drukku kaffi við mikinn fögnuð viðstaddra.
mega tsjill á vesturvanginum, rokkon!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli