mánudagur, júlí 28, 2003


fór á laugardeginum á leiksýninguna "draumur á Jónsmessunótt" hinn fyrrum hárprúði hugleikari Toggi var leikstjóri með miklum mikilleik og ég þekkti miklu fleiri leikara en ég gerði mér grein fyrir. þarna var nonni gamli góði hafnfirðingur, ingó-vinurinn Kjartan (sem ég reyndar þekkti ekki fyrr enég sá ingó og fjólu og þau sögðu mér hver hann var), nokkrir gamlir hugleikarar og síðast en ekki síst svili minn hann Snorri. ég verð nú bara að segja að minn næstum því ættingi átti einn allra besta leikinn á svæðinu. mjööööög mjög mjööög góð sýning og mæli ég með henni óspart. hérna getiði lesið viðtal við Togga leikstjóra, Gumma álf og Aldísi einafaðalsögupersónunum.
ég fór með honum Eyfa mínum, sem alltaf er yndislegur, líka þegar hann er óþolandi og strax eftir sýninguna fórum við í mat heim til Stefaníu, Víkings og Önnu Völu og borðuðum svo mikið að við gátum varla hreyft okkur.
enda gerðum við það ekki neitt, hlömmuðum okkur bara í sófann og töluðum fram á rauða nótt. eða svona blágráa öllu heldur, enda enn sumar hér á Íslandi eins og sjá má á dagsetningunni hér efst á síðunni. yeah. en auk okkar sátu boðið Tobba, Snorri og Sigga. mikið skelfingar ósköp var gaman. svo á leiðinni heim hringdi Baldur Bomsa, í beinni frá Þingeyri og var varla búin að heilsa þegar frænkan frækna, Iðunn reif af honum tólið og átti fjörugt samtal við okkur Eyfa. aaaafar skemmtilegt svo ekki sé meira sagt. fólk þarf endilega að vera ófeimnara við að hringja í mig af fylleríum, það er svo skemmtilegt :)

nú á ég bara eftir að segja frá föstudeginum og þá er helgin koveruð hér á blogginu. en ég man ekki nóg til að geta verið með einhver smáatriði, HOH! gott hjá mér.

Engin ummæli: