allir að mæta á geggjaða víólutónleika í kvöld í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þórunn Ósk Marínósdóttir (sú sem dæmdi stigsprófið mitt :) er að fara að flytja geggjuð flott víólusóló verk. þannig að það er ekkert helv. ansk. píanó að trufla, bara falleg og góð og skemmtileg víóla.
nammi namm!
Efnisskrá
Svíta op. 131d nr. 1 eftir Max Reger,
Kadenza eftir Áskel Másson,
Sellósvíta nr. 2 í d-moll eftir J. S. Bach,
og Sónata op. 25 nr. 1 eftir Paul Hindemith.
það eina sem eg þekki ekki er verkið eftir Áskel, en það getur nú ekki verið mjög slæmt, Þórunn er smekk-kona :)
ég vona bara að þeir séu ekki alltof dýrir, tónleikarnir þ.e. ég man ég fór einu sinni í þennan sal og þurfti að borga helvítis 1500 krónur fyrir einhverja ljóta sópransöngkonu sem söng ekkert vel í þokkabót..... púff!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli