mánudagur, maí 19, 2003



og meira um helgina ógurlegu.
á laugardaginn gerðumst við Vignir og Rakel Edda artý-fartý og fórum á tískusýninguna í listasafni Reykjavíkur þar sem 3ja árið í textílhönnun við Listaháskóla Íslands var að sýna afraksturinn.
afrakstur mæ ES!
þvílíku ljótu tuskutæjur sem verið var að sýna. ókei, sumt var kannski voða sniðugt, en samt ekki. hvað er málið með að búa til Ljót föt? ég er kannski gamaldags, en mér hefur alltaf fundist að föt ættu að vera til þess að fríkka fólk, láta það líta BETUR út heldur en ekki. þetta var fáránlegt. allt saman. oj. ég sá tvo rassa og eitt brjóst. til hvers eru föt ef ekki til að hylja nekt? úff.
svo skoðuðum við sýningu á efri hæðum hússins, það voru víst líka einhver listaháskólaverk.
hvað er eiginlega að gerast í þessum skóla? er eiturlyfjanotkun heimil innan veggjanna, eða er ýtt undir hana? þarna voru SVOOO hræðileg og ljót verk að ég hef bara sjaldan séð annað eins.
Kjöthöndin.
need i say more?
svo er þetta sagt vera á Háskólastigi! hvað er eiginlega háskólastig?
þetta væri eins og Stærðfræðideild Háskólans héldi sýningu á lokaverkefnum sínum og þar væri dæmið 2 + 2 = 5. voða sniðugt og huggulegt, mjög artý, en.... jah...
eftir óskupin fórum við heim í rólegheitum en hittumst svo seinna um kvöldið og tjúttuðum heima hjá Vigni. mjööööög gaman og fullt af sniðugum myndum teknar, hehe. ég tók mig til og sendi nokkur SmS, en sá EINI sem svaraði var að spila vist á Tálknafirði. gott hjá hinu fólkinu að svara mér ekki! pakk.
svo fórum við í bæinn aðeins, en ég fór frekar snemma heim úr þeim viðbjóð, eins gott. bærinn sökkar.
samt ekki jafn mikið og helv. druslurnar í Listaháskólanum. fatadruslurnar meina ég.... stelpugreyin eru ábyggilega vænstu grey inni við beinið.

Engin ummæli: