mánudagur, maí 12, 2003

nú er hún Dagga mín í síðasta samræmda prófinu. elsku dúllan. vonandi gengur henni vel. úff já.
en helgin var bara róleg. svona allavega soldið. gerði lítið sem ekkert á föstudagskvöldið og svo voru kosningar á laugardaginn. frekar súr stemming sko. ég var með "party", samt ekki standandi party eins og mamma orðaði það svo smekklega þegar ég spurði hvort nokkrir mættu koma heim. jess. en við vignir og Palli æddum í bæinn, palli á Broadway og en við druslurnar í party hjá Hirti vini mínum og velunnara, sem er bytheway næstum því heimsmeistari í kaffiþjónadæmi allskonar dóti... og þar gleymdi ég símanum mínum. eða ég vona það allaveganna, því annars er hann týndur :(
jes.
svo fórum við á Kaffibarinn sem er sá ALLRA furðulegasti "skemmtistaður" sem ég hef farið á. ég eiginlega skil ekki þann stað alfeg. en þeir seldu bjór, svo ég er ekkert að kvarta of mikið ;) svo fórum við svona tvist og pasta, en enduðum með því að grenja næstum því yfir ÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖmurlegu tónlistinni á. spotligth HVAÐ ER AÐ?! ef einhver getur útskýrt fyrir mér og réttlætt það að búm-tsjí búm-tsjí tónlistin er orðin alsráðandi á GAYstað, þá má sá hinn sami gera það með hraði. vegna þess að það sökkar feitt. eða eins og Viggó skan orðaði það svo vel... "ef ég hefði þurft að borga mig inn, hefði það verið sá 500 kall sem ég hefði mest séð eftir á ævinni."
en við fengum okkur Hlölla áður en við fórum í fokking leigubílaröðina.
Hlööööööööölli.
vá.
ef það væri hægt að giftast skyndibitastað.... *andvarp*

Engin ummæli: