mánudagur, maí 26, 2003



guð hvað mánudagar eru ömurlegir!
ég svaf og svaf í morgun, skrópaði í sund.
svo er ég búin að drekka svona 4 lítra af kaffi og háma í mig súkkulaði kex. fyrir utan sóma samlokuna með Túnfisksalati sem ég át í hádeginu. Bjarni sem vinnur með mér kom með fullan kassa af sóma samlokum og hótaði okkur öllu illu ef þær yrðu ekki kláraðar.
reyndar á síðasta söludegi... en eftir að hafa séð Jón gleypa í sig eina ákváðum við hin að láta til skarar skríða. jessör.
við gudda budda fórum og heimsóttum óléttustu konu í heimi, hana Ráðhildi og gláptum á 60 mínútur eins og einhver væri að borga okkur fyrir. skoðuðum líka helling af myndum, meðal annars myndirnar frá því Fjóla og Ingó héldu uppá afmælið sitt á Akranesi 2001. eða var það 2002? garg, ég er með svo vont minni. en allavega þá var þetta svo drullu fyndið að við ætluðum aldrei að hætta að hlægja.... úff.
svo skoðaði ég brúðkaupsmyndirnar þeirra....
úff...
þær eru svooooo fallegar. nú verð ég alfeg brjáluð þangað til að einhver biður mig um að giftast sér...
;)

svo ákvað ég að skella inn einni mynd af henni Laufeyju Björt, sem reyndar var sofandi í gær þegar ég og GB komum í heimsókn, en hún er sætust þrátt fyrir það :)

Engin ummæli: