miðvikudagur, apríl 30, 2003



komin heim á skjaló með viðgerða tönn og svei mér þá ef ég brosi ekki bara. þetta var als ekki vont og síður en svo ógurlegt. ég var réttsvo farin að emja "ó-ó" og þá var það bara búið! :D þvílík snilld. ég ætla alltaf að vera með svona næs tannskemmdir. híhíhí.
svo fór ég meira að segja í Kringluna vegna þess að ég ætlaði að kaupa mér Teva skó. en þeir áttu bara Kvenmanns Teva skó og þeir eru svo ógeðslega mjóir að klumpu-flat-fitabollu-fóturinn á mér kemst ekki með góðu móti fyrir á botninum og svo eiga þeir bara karlaskó FRÁ stærð 40. hvað er eiginlega málið? er virkilega ekki gert fáð fyrir því að fólk sé með svoaðsegja ferkantaðan fót?
þvílíkt misrétti!
þetta er nú eitthvað sem stjórnmálaflokkarnir mættu impra á, þó ekki væri nema í eins og einum sjónvarpsþætti....

Engin ummæli: