föstudagur, apríl 11, 2003

föstudagur til fjörugra tónleika.
eða kannski er fjörugir ekki alfeg rétt orðið.
ég er s.s. að fara að spila "Trauermusik" Hindemiths í kvöld með kammersveit tónlistarskóla hafarfjarðar, algjört sóló í næstum 10 mínútur. og þokkalega "open heart surgery" eins og gummi kennari segir.
úff.
svo er ég líka með þetta utan að. þetta er allsvakalegt prógramm sko. svo er hildigunnur rúnars líka að fara að tralla eins og eitt stykki mozart ariu, jubilate eða hvað hún nú heitir. arían sko, ekki hildigunnur. hún heitir nottla bara hildigunnur, þótt hún sé söngkona og sé að fara að syngja mozart aríu.
en vó! endilega allir að mæta, annars er mér að mæta. (tóta kandarabrelling!)
byrjar kl. 20:00 og er í Hásölum, tónlistarskóla hafnarfjarðar :)
kökur, kaffi og SKEMMTIATRIÐI á eftir tónleikunum...

Engin ummæli: