mikið er margt á netinu. ég var að skoða svona líka flotta síðu sem heitir SodaPlay en þar er svona eitthvað dót sem hreyfist, bara gert úr línum. ég veit eiginlega ekkert hvað þetta er, en það er geggjað gaman að skoða þetta. ég veit eiginlega ekki af hverju.
og svo vorum við Eydís sæta beib að tala um tónheyrnar tímann okkar og fengum þá snilldarlegu hugmynd að láta BaldurPál ofursnilling hanna fyrir okkur forrit sem reiknar út líkurnar á því hvaða próf er í hverjum tíma.
það eru sko svona lítil próf í hverjum tíma, og aldrei það sama tvo tíma í röð.
þetta er svolítið góð tillaga og síður en svo flókin í uppsetningu og framkvæmd. ekki satt herr Baldr?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli