mánudagur, október 21, 2002

hmmm
haldiði ekki að ég hafi bara fundið þennan líka áhugaverða drykkjuleik á netinu. verst að ég er eiginlega hætt að drekka.....



Stokkið spilastokk og setjið hann á mitt borðið. Einn leikmaður má draga eitt spil í einu. Snúið spilinu við og sýnið öllum spilið. Hvert spil hefur reglur sem eru:

Ás - drektu einn sopa
2 - drektu tvo
3 - drektu þrjá
4 - Spurning: Þú lítur á þann sem þér sýnist, hann/hún verður að svara spurningunni með spurningu og þannig heldur það áfram þangað til einhver klikkar. Dæmi. Hvað er að ske? Af hverju snertirðu þig? Þú þarft ekki að spyrja manneskjuna sem spurði þig. Vertu bara örugg/ur að ná augnsambandi.
5 - Gefðu fimm sopa
6 - Ég hef aldrei. Hér segir sá sem dró spilið eitthvað sem hann hefur ekki gert en sá/sú sem hefur gert það verður að drekka tvo sopa.
7 - Puttar: Sá sem dregur spilið setur einn putta á borðið og sá sem er síðastur að setja putta á borðið verður að drekka einn sopa. Sá sem dróg má gera þetta eins oft og hann vill þangað til næsta 7 kemur.
8 - : Sá sem er sjáanlega minnst fullur verður að drekka 3 sopa..
9 - Rím: Allir verða að koma með orð sem rímar við þitt. Dæmi: Gull...sull...bull..o.s.frv
10 - Sameiginlegt: Allir drekka einn sopa.
gosi - asna drykkur...Strákar drekka.
Drottning - Tíkar drykkur....Stelpur drekka.
Kóngur - Vatnsfall: Þetta getur verið mjög erfitt, Það fer eftir drikkjufélögum. Sá sem dregur spilið drekkur eins og hann getur af bjór og sá sem er á eftir honum verður að drekka eins lengi og nr.1, þriðji verður að drekka eins lengi og nr.2, og þannig gengur það áfram. Ef sá fyrsti er mikill drykkjumaður getur þetta verið mjög erfitt fyrir hina!!!!.

Engin ummæli: