þriðjudagur, október 29, 2002

ef maður ætlar að fara í FOKKING guildhall skólann í hinu hræðilega Lon-Don og er að læra söng eða píanóglamur, þá er nóg að kunna 3 verk utanað. þú mátt alfeg velja þau sjálfur. má þá kannski bara syngja gamla nóa og spila fúr elíse?
allavega!
en ef maður spilar á STRENGJAHLJÓÐFÆRIÐ VÍÓLU, þá er nú annað hljóð í skrokknum. (reyndar fallegra hljóð, en það skiptir greinilega litlu) þá þarf maður að gjöra svo vel að spila eftirfarandi:

Viola
All major and minor (harmonic and melodic) scales; chromatic scales; all major, minor, diminished and dominant 7th arpeggios in
3 octaves: one key each of 3rds, 6ths and 8ves over a span of two octaves
One study by Kreutzer (no.26 onwards) or Rode or Campagnoli or a more difficult study at the discretion of the candidate
The 1st and 2nd movements from a concerto in the standard repertory
One contrasting piece of the candidate's own choice

maður ætti kannski að skella sér. þetta er nottla barnaleikur!
2 áttundir af áttundum! ha-ha-ha! ég geri það sofandi með annan fótinn í fatla!

reyndar er þetta fyrir "BMus Audition Requirements". hvað þýðir það? ég skil þetta ekki. af hverju er þessi síða ekki myndskreytt betur og skrifuð í einföldu máli? þetta er alls ekki greinagóð síða fyrir víólunemendur....

Engin ummæli: