mánudagur, júlí 08, 2002

jæja já...
komin heim úr þvílíkri mega-hasar-velsæmis dvöl í Skálholti, þar sem ég og hitt prúða lið vaskra söngvara í Hljómeyki vorum við æfingar og tónleika hald. takk innilega fyrir að koma á tónleikana, VINIR mínir.
ég þurfti alfeg að grátbiðja ömmu og afa til aðkoma svo ég fengi nú far heim. hnuss.
en hei.
svo kom daníel í gær og heimsótti mig. híhí. hann er svo sætur. og svo er hann líka í finnlandi, gaman að segja frá því.
sjálf er ég nú líka að fara til útlanda, sem og hún GUÐNÝ mega beib, sem er að fara til borgar vændisins, Amsterdam. djöfull á hún eftir að græða vel þar, með þessi fallegu brúnu augu ;)
eins og fyrri daginn, eða hérna um daginn, áður en ég fór til fjandans, er ég aðstelast í tölvuna hennar Öddu, hún á eftir að drepa mig þegar hún kemur úr mat... ég stalst nefni lega líka í tölvuna hennar í morgun, áður en hún kom :/ sjæse. þetta er nú meiri vinnustaðurinn.
fyrir áhugasama er hægt að kynnast þessum skemmtilega stað, sem er í hjarta borgarinnar, á þessum fallega vef... en sá sem er aðalgaurinn í að gera þennan vef, er einmitt krúttið hann Jón sem situr við hliðina á mér. hann fékk sér jarðaberjaskyr í hádegismat.
og banana .

Engin ummæli: